Innlent

Úthlutað úr Guðrúnarsjóði

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, Guðrún Halldórsdóttir fyrrverandi forstöðukona Námsflokka Reykjavíkur og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir frá Eflingu ásamt styrkþegum fyrir utan Höfða eftir styrkveitinguna.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, Guðrún Halldórsdóttir fyrrverandi forstöðukona Námsflokka Reykjavíkur og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir frá Eflingu ásamt styrkþegum fyrir utan Höfða eftir styrkveitinguna.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, úthlutaði í föstudaginn átta námsstyrkjum úr Guðrúnarsjóði. Sjóðurinn var stofnaður með samþykkt borgarráðs í mars 2005 í samstarfi við Eflingu- stéttarfélag. Sjóðurinn er nefndur eftir Guðrúnu Halldórsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni Námsflokka Reykjavíkur, en hún vann mikið brautryðjendastarf við uppbyggingu námsflokkanna, þar sem boðið var upp á fjölbreytta fullorðinsfræðslu.

Markmið sjóðsins er að styðja við verkefni eða starf félagasamtaka á þeim sviðum sem Guðrún Halldórsdóttir lét mest til sín taka og lýsa má með þremur einkunnarorðum; jafnrétti, fræðsla og fjölmenning. Námsstyrkirnir eru að upphæð 75.000 krónur hver. Þeir eru veittir einstaklingum sem sýnt hafa dugnað og elju í námi sínu þrátt fyrir ýmsar hindranir.

Að þessu hlutu eftirtaldir styrkinn: Guðlaug Erlendsdóttir, Guðný Soffia Sigvaldadóttir, Jóhann Kristinn Jóhannsson, Katrín Ósk Adamsdóttir, Mary Luz Suarez Ortiz, Steinunn Ósk Óskarsdóttir, Svava Jóhannesdóttir

og Tsewang Namgyal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×