Fótbolti

Ronaldinho fór útaf fyrir son Romario

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ronaldinho.
Ronaldinho. Nordicphotos/GettyImages
Ronaldinho var hylltur á heimaslóðum nýverið þegar hann hélt sýningarleik heima í Brasilíu. Kappinn skoraði í leiknum og var pressað á Dunga landsliðsþjálfara að velja Ronaldinho aftur í landslið Brasilíu.

Leikurinn fór fram í Bahia, einu af 26 ríkjum Brasilíu. Ronaldinho var að safna pening fyrir fátæk börn í ríkinu. Tókst það vel upp.

Lið hans, Vinir Ronaldinho eða Amigos Ronaldinho, unnu leikinn 6-3. Ronaldinho sjálfur skoraði síðasta markið úr víti en Vagner Love skoraði þrennu og Washington tvö.

Fyrir utan sjálfan Ronaldinho og leikinn vakti einna mesta athygli innkoma Romarinho, sem er sonur Romario, eins mesta markaskorara Brasilíu frá upphafi. Hann kom inn á fyrir Rolandinho sjálfan.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×