Innlent

Reykjanesbær fær 150 milljónir króna

Reykjanesbær. Þangað renna 205 milljónir á árinu úr Jöfnunarsjóði. fréttablaðið/gva
Reykjanesbær. Þangað renna 205 milljónir á árinu úr Jöfnunarsjóði. fréttablaðið/gva

Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga nema í ár rúmlega 1,2 milljörðum króna og voru þrír fjórðu hlutar þeirra, 931 milljón, greiddir út í gær. Afgangurinn verður greiddur út fyrir áramót.

Kristján Möller, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, ákvað úthlutunina á grundvelli tillögu ráðgjafanefndar Jöfnunar­sjóðs sveitarfélaga.

Af 78 sveitarfélögum fá 42 framlög. Sjö fá meira en 50 milljónir, tíu fá á milli 20 og 50 milljónir og 25 sveitarfélög fá innan við 20 milljónir.

Það sveitarfélag sem minnst fær er Arnarneshreppur í Eyjafirði sem fær rúmar sjötíu þúsund krónur.

Jöfnunarsjóður veitir sveitarfélögum framlög til jöfnunar á mismunandi tekjumöguleikum og útgjaldaþörf eftir þar til gerðum reglum.

Ekkert sveitarfélaganna átta á höfuðborgarsvæðinu fær framlög úr Jöfnunarsjóði. Tólf af fimmtán sveitarfélögum á Norðausturlandi fá framlög.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×