Enski boltinn

Tveir leikmenn Southampton handteknir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bradley Wright-Phillips í leik með Southampton.
Bradley Wright-Phillips í leik með Southampton. Nordic Photos / Getty Images
Þeir Bradley Wright-Phillips og David McGoldrick hafa verið handteknir fyrir líkamsárás. Þeir eru sagðir hafa ráðist á stuðningsmann liðsins.

Stuðningsmaðurinn, 21 árs, segir að leikmennirnir hafi ráðist á sig er hann gekk heim á leið eftir að hafa verið úti á næturlífinu að skemmta sér. Þetta mun hafa átt sér stað á aðfaranótt sunnudags um síðustu helgi.

Southampton átti að spila við Watford á laugardeginum en leiknum var frestað vegna veðurs.

„Ég veit um ásakanirnar og ég átti langt samtal við báða strákana. Þeir útskýrðu fyrir mér hvað gerðist og ég mun veita þeim minn fulla stuðning," sagði Mark Wotte, knattspyrnustjóri Southampton.

„En við getum ekki tjáð okkur frekar um málið þar sem lögreglan er enn að rannsaka það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×