Fólksflótti er hættulegastur 5. ágúst 2009 04:30 Efnahagsmál Mesta hættan við Icesave-samningana liggur í því hversu mjög skuldabyrði landsmanna mun þyngjast ef fólk flýr land í stórum stíl. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Icesave-skuldbindingarnar, sem kynnt var fjárlaganefnd í gær. Trúlegt er að margir Íslendingar flytji úr landi á næstu árum, þótt erfitt sé að leggja mat á fjöldann fyrirfram, segir í álitinu, en ekki er líklegt að Icesave-skuldbindingarnar sem slíkar hafi mikil áhrif þar á. Í álitinu kemur fram nokkur gagnrýni bæði á álit Seðlabanka Íslands á sama máli og greinargerð fjármálaráðuneytisins. Umfjöllun um ýmsa óvissuþætti vanti, að miklu leyti sé horft fram hjá þeim neikvæðu áhrifum sem Icesave-skuldbindingarnar geta haft á hagvöxt og ekki sé lagt kerfisbundið mat á áhættuþætti. „Þetta hnekkir ekki í neinum atriðum heildarmyndinni sem hefur legið fyrir, heldur þvert á móti staðfestir hana," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Umfjöllun um hugsanlegan fólksflótta sé til dæmis ekki ný af nálinni, og vitanlega myndi hann þyngja róðurinn fyrir þá sem eftir sætu. „Það er eitthvað sem allir hafa vitað og oft hefur verið rætt um. Það tengist ekki bara Icesave heldur almennt þessu áfalli;" segir Steingrímur. Fram kemur í álitinu að greiðslubyrði af Icesave-láninu myndi velta á því hversu greitt aðgengi íslensk stjórnvöld hefðu að erlendu lánsfé á endurgreiðslutímanum. Greiðslubyrðin yrði þung ef aðgengi að lánsfé yrði erfitt. „Einhverjir myndu nú draga þá ályktun í beinu framhaldi að þar væru komin sterk rök fyrir því að þetta Icesave-mál þyrfti að vera með einhverjum hætti úr úr heiminum," segir Steingrímur. Það sé ein af grunnforsendum þess að Ísland öðlist traust og trúverðugleika á fjármálamörkuðum að leysa slík deilumál. Þótt viðbúið sé að álitið seinki afgreiðslu fjárlaganefndar á frumvarpinu um ríkisábyrgð vegna Icesave, segist Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, enn vonast til þess að frumvarpið verði afgreitt úr nefnd í vikunni. Enn sé allt óvíst hvort tekst að ná þverpólitískri sátt um málið. - sh Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Efnahagsmál Mesta hættan við Icesave-samningana liggur í því hversu mjög skuldabyrði landsmanna mun þyngjast ef fólk flýr land í stórum stíl. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Icesave-skuldbindingarnar, sem kynnt var fjárlaganefnd í gær. Trúlegt er að margir Íslendingar flytji úr landi á næstu árum, þótt erfitt sé að leggja mat á fjöldann fyrirfram, segir í álitinu, en ekki er líklegt að Icesave-skuldbindingarnar sem slíkar hafi mikil áhrif þar á. Í álitinu kemur fram nokkur gagnrýni bæði á álit Seðlabanka Íslands á sama máli og greinargerð fjármálaráðuneytisins. Umfjöllun um ýmsa óvissuþætti vanti, að miklu leyti sé horft fram hjá þeim neikvæðu áhrifum sem Icesave-skuldbindingarnar geta haft á hagvöxt og ekki sé lagt kerfisbundið mat á áhættuþætti. „Þetta hnekkir ekki í neinum atriðum heildarmyndinni sem hefur legið fyrir, heldur þvert á móti staðfestir hana," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Umfjöllun um hugsanlegan fólksflótta sé til dæmis ekki ný af nálinni, og vitanlega myndi hann þyngja róðurinn fyrir þá sem eftir sætu. „Það er eitthvað sem allir hafa vitað og oft hefur verið rætt um. Það tengist ekki bara Icesave heldur almennt þessu áfalli;" segir Steingrímur. Fram kemur í álitinu að greiðslubyrði af Icesave-láninu myndi velta á því hversu greitt aðgengi íslensk stjórnvöld hefðu að erlendu lánsfé á endurgreiðslutímanum. Greiðslubyrðin yrði þung ef aðgengi að lánsfé yrði erfitt. „Einhverjir myndu nú draga þá ályktun í beinu framhaldi að þar væru komin sterk rök fyrir því að þetta Icesave-mál þyrfti að vera með einhverjum hætti úr úr heiminum," segir Steingrímur. Það sé ein af grunnforsendum þess að Ísland öðlist traust og trúverðugleika á fjármálamörkuðum að leysa slík deilumál. Þótt viðbúið sé að álitið seinki afgreiðslu fjárlaganefndar á frumvarpinu um ríkisábyrgð vegna Icesave, segist Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, enn vonast til þess að frumvarpið verði afgreitt úr nefnd í vikunni. Enn sé allt óvíst hvort tekst að ná þverpólitískri sátt um málið. - sh
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira