Sex sjálfstæðismenn hafa ekki gefið upp hagsmunatengsl Magnús Már Guðmundsson skrifar 16. júní 2009 15:07 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er meðal þeirra þingmanna sem ekki hafa upplýst um hagsmunatengsl sín. Mynd/Pjétur Átta þingmenn, þar af sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa enn sem komið er ekki lokið við skráningu á fjárhagslegum hagsmunum sínum. Þingmenn höfðu frest til gærdagsins til að skrá upplýsingarnar en þær þarf að skrá í sérstaka tölvu á Alþingi og segir Ásmundur Helgason, yfirlögfræðingur Alþingis, að Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, hafi lent í vandræðum með að skrá upplýsingarnar í umrædda tölvu. Auk þess hafi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, verið í leyfi og ekki átt kost á því að upplýsa um hagsmunatengsl sín. Ásmundur segir að sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi enn sem komið er ekki lokið við skráningu á fjárhagslegum hagsmunum sínum. Þingmennirnir sem umræðir eru auk formannsins - Bjarna Benediktssonar - Árni Johnsen, Birgir Ármannsson, Jón Gunnarsson, Ólöf Nordal og Tryggvi Þór Herbertsson. „Ég hef hinsvegar fengið þær upplýsingar að Birgir Ármannsson muni klára þetta sennilega í dag en varðandi aðra veit ég ekki hvað veldur," segir Ásmundur. Fjármál stjórnmálaflokka, einstakra stjórnmálamanna og hagsmunatengsl hafa lengi verið mikið til umræðu. Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í mars reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum þeirra utan þings. Reglurnar tóku gildi 1. maí en þingmenn ákveða sjálfir hvort þeir upplýsi um hagsmuni sína. „Þetta er ekki lagaleg skylda og þingið hefur engin úrræði til að knýja menn til að skrá þessar upplýsingar," segir Ásmundur. Hægt er að nálgast upplýsingarnar á vef Alþingis. Tengdar fréttir Ráðherra á milljónahlut í Byr Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, er hluthafi í Byr en hlutur hans samkvæmt stofnfjáreign er 5,6 milljónir króna. Þetta kemur fram þegar rýnt er í upplýsingar um hagsmunatengsl þingmanna. Hefð virðist hafa myndast fyrir því að ráðherrar sem heita Árni eigi hlut í Byr því nafni hans Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, á einnig hlut í sparisjóðnum. 11. júní 2009 16:14 Nokkrir sjálfstæðismenn eftir að gefa upp hagsmunatengsl Flestallir alþingismenn höfðu lokið við skráningu á fjárhagslegum hagsmunum sínum í gærkvöldi. 16. júní 2009 05:00 17 þingmenn hafa frest út daginn 17 þingmenn hafa frest út daginn til að upplýsa um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru tveir ráðherrar Vinstri grænna og níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Á fimmtudaginn höfðu 28 þingmenn af 63 upplýst um hagsmunatengsl sín en síðan hafa 18 þingmenn skráð upplýsingarnar. 15. júní 2009 13:39 27 þingmenn hafa upplýst um hagsmunatengsl sín 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru allir þingmenn Framsóknarflokksins og fimm ráðherrar. 11. júní 2009 14:53 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Átta þingmenn, þar af sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa enn sem komið er ekki lokið við skráningu á fjárhagslegum hagsmunum sínum. Þingmenn höfðu frest til gærdagsins til að skrá upplýsingarnar en þær þarf að skrá í sérstaka tölvu á Alþingi og segir Ásmundur Helgason, yfirlögfræðingur Alþingis, að Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, hafi lent í vandræðum með að skrá upplýsingarnar í umrædda tölvu. Auk þess hafi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, verið í leyfi og ekki átt kost á því að upplýsa um hagsmunatengsl sín. Ásmundur segir að sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi enn sem komið er ekki lokið við skráningu á fjárhagslegum hagsmunum sínum. Þingmennirnir sem umræðir eru auk formannsins - Bjarna Benediktssonar - Árni Johnsen, Birgir Ármannsson, Jón Gunnarsson, Ólöf Nordal og Tryggvi Þór Herbertsson. „Ég hef hinsvegar fengið þær upplýsingar að Birgir Ármannsson muni klára þetta sennilega í dag en varðandi aðra veit ég ekki hvað veldur," segir Ásmundur. Fjármál stjórnmálaflokka, einstakra stjórnmálamanna og hagsmunatengsl hafa lengi verið mikið til umræðu. Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í mars reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum þeirra utan þings. Reglurnar tóku gildi 1. maí en þingmenn ákveða sjálfir hvort þeir upplýsi um hagsmuni sína. „Þetta er ekki lagaleg skylda og þingið hefur engin úrræði til að knýja menn til að skrá þessar upplýsingar," segir Ásmundur. Hægt er að nálgast upplýsingarnar á vef Alþingis.
Tengdar fréttir Ráðherra á milljónahlut í Byr Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, er hluthafi í Byr en hlutur hans samkvæmt stofnfjáreign er 5,6 milljónir króna. Þetta kemur fram þegar rýnt er í upplýsingar um hagsmunatengsl þingmanna. Hefð virðist hafa myndast fyrir því að ráðherrar sem heita Árni eigi hlut í Byr því nafni hans Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, á einnig hlut í sparisjóðnum. 11. júní 2009 16:14 Nokkrir sjálfstæðismenn eftir að gefa upp hagsmunatengsl Flestallir alþingismenn höfðu lokið við skráningu á fjárhagslegum hagsmunum sínum í gærkvöldi. 16. júní 2009 05:00 17 þingmenn hafa frest út daginn 17 þingmenn hafa frest út daginn til að upplýsa um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru tveir ráðherrar Vinstri grænna og níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Á fimmtudaginn höfðu 28 þingmenn af 63 upplýst um hagsmunatengsl sín en síðan hafa 18 þingmenn skráð upplýsingarnar. 15. júní 2009 13:39 27 þingmenn hafa upplýst um hagsmunatengsl sín 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru allir þingmenn Framsóknarflokksins og fimm ráðherrar. 11. júní 2009 14:53 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Ráðherra á milljónahlut í Byr Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, er hluthafi í Byr en hlutur hans samkvæmt stofnfjáreign er 5,6 milljónir króna. Þetta kemur fram þegar rýnt er í upplýsingar um hagsmunatengsl þingmanna. Hefð virðist hafa myndast fyrir því að ráðherrar sem heita Árni eigi hlut í Byr því nafni hans Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, á einnig hlut í sparisjóðnum. 11. júní 2009 16:14
Nokkrir sjálfstæðismenn eftir að gefa upp hagsmunatengsl Flestallir alþingismenn höfðu lokið við skráningu á fjárhagslegum hagsmunum sínum í gærkvöldi. 16. júní 2009 05:00
17 þingmenn hafa frest út daginn 17 þingmenn hafa frest út daginn til að upplýsa um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru tveir ráðherrar Vinstri grænna og níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Á fimmtudaginn höfðu 28 þingmenn af 63 upplýst um hagsmunatengsl sín en síðan hafa 18 þingmenn skráð upplýsingarnar. 15. júní 2009 13:39
27 þingmenn hafa upplýst um hagsmunatengsl sín 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru allir þingmenn Framsóknarflokksins og fimm ráðherrar. 11. júní 2009 14:53