Lífið

Ólafur F. ryður Benna Ólsara út

Í þættinum í kvöld verður enginn Benni Ólsari eins og til stóð en í hans stað kemur Ólafur F. Magnússon.fréttablaðið/vilhelm
Í þættinum í kvöld verður enginn Benni Ólsari eins og til stóð en í hans stað kemur Ólafur F. Magnússon.fréttablaðið/vilhelm
„Þetta er bara fyndið. Auddi var að hringja í mig og flauta þetta af. Þá var allt orðið vitlaust,“ segir Benjamín Þór Þorgrímsson sem betur er þekktur sem Benni Ólsari sem komið hefur við sögu í fréttum af handrukkunum.

Hinir landsþekktu, dáðu og elskuðu grínarar Auddi og Sveppi byrja með glænýjan sjónvarpsþátt á Stöð 2 í kvöld en þeir hafa hugsað sér að taka beygju, henda sér inn í þjóðfélagsumræðuna miðja en þær fyrirætlanir hafa steytt á steinum. Þeir hafa verið að taka púlsinn á mótmælunum og voru búnir að finna einkar áhugaverðan viðmælanda, nefnilega Benna Ólsara, og ætluðu að ræða við hann um heima og geima – þjóðfélagsmálin. En þá kom babb í bátinn. Audda og Sveppa var ekki kunnugt um að fyrir dyrum stæðu málaferli Benna á hendur fyrirtækinu 365 vegna Kompássþáttar þar sem Benni kom við sögu.

„Þetta var nú eiginlega eina viðtalið sem ég ætlaði að veita,“ segir Benni. „Ég hefði alveg verið til í að hitta þá og grína aðeins með þeim. En þeir vissu náttúrulega ekkert um þessa stefnu. Saklausir og skemmtilegir strákar sem eru að gera einhvern grínþátt.“

Sveppi kýs að tjá sig ekki um málið en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sá gestur sem hleypur í skarðið fyrir Benna sé enginn annar en Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri.- jbg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.