Innlent

Þyrla sækir slasaða konu

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld til þess að sækja slasaða konu í sumarbústað austan við Gunnarsholt á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum mun konan hafa hrasað með þeim afleiðingum að hún brotnaði á öxl og handlegg. Útkallið barst um klukkan hálfníu og er búist við þyrlunni til baka fyrir klukkan hálfellefu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×