Stjórnin reynir að þrauka 23. janúar 2009 06:45 Furðu gætir innan þingliðs Samfylkingar með yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra um að ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn verði haldið áfram. „Við stöndum saman meðan stætt er," sagði Ingibjörg Sólrún í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Þingmönnum Samfylkingarinnar sem Fréttablaðið ræddi við í gærkvöldi virtist brugðið yfir þessum orðum formanns síns. Í þeirra röðum var í gær gengið út frá að ályktun Samfylkingarfélagsins í Reykjavík frá kvöldinu áður yrði leiðarstef. Í henni var skorað á þingflokkinn að beita sér fyrir tafarlausum stjórnarslitum og mynda nýja stjórn fram að kosningum sem færu fram eigi síðar en í maí. Fleiri Samfylkingarfélög hafa ályktað á sömu lund. Ingibjörg sagði í viðtalinu að ályktanirnar kæmu sér ekki á óvart. Það hefði lengi verið viðhorfið í Samfylkingunni að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að axla meiri ábyrgð á því sem gerst hafi. Þá kvaðst hún ætla að beita sér fyrir vorkosningum og sagðist hafa gert Geir H. Haarde forsætisráðherra grein fyrir þeirri afstöðu sinni. Geir sagði í fyrradag að glapræði væri að kjósa í vor. Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur afstaðan verið sú að þjóðarhagur krefjist þess að ríkisstjórnin starfi áfram. Ef kjósa eigi á annað borð beri að gera það í fyrsta lagi í haust. Geir sagðist á Alþingi í gær sannfærður um að ríkisstjórnin væri á réttri leið í endurreisnaraðgerðum sínum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem rætt var við eru almennt sammála Geir en þolinmæði þeirra gagnvart yfirlýsingum þingmanna samstarfsflokksins fer hratt minnkandi. Þeir telja Samfylkinguna ekki lengur nægilega trúverðuga í samstarfinu og grafa undan því fremur en styrkja. Stjórnarsamstarfið og pólitíska ástandið verða til umræðu á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins í dag. - bþs, bj Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Furðu gætir innan þingliðs Samfylkingar með yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra um að ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn verði haldið áfram. „Við stöndum saman meðan stætt er," sagði Ingibjörg Sólrún í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Þingmönnum Samfylkingarinnar sem Fréttablaðið ræddi við í gærkvöldi virtist brugðið yfir þessum orðum formanns síns. Í þeirra röðum var í gær gengið út frá að ályktun Samfylkingarfélagsins í Reykjavík frá kvöldinu áður yrði leiðarstef. Í henni var skorað á þingflokkinn að beita sér fyrir tafarlausum stjórnarslitum og mynda nýja stjórn fram að kosningum sem færu fram eigi síðar en í maí. Fleiri Samfylkingarfélög hafa ályktað á sömu lund. Ingibjörg sagði í viðtalinu að ályktanirnar kæmu sér ekki á óvart. Það hefði lengi verið viðhorfið í Samfylkingunni að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að axla meiri ábyrgð á því sem gerst hafi. Þá kvaðst hún ætla að beita sér fyrir vorkosningum og sagðist hafa gert Geir H. Haarde forsætisráðherra grein fyrir þeirri afstöðu sinni. Geir sagði í fyrradag að glapræði væri að kjósa í vor. Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur afstaðan verið sú að þjóðarhagur krefjist þess að ríkisstjórnin starfi áfram. Ef kjósa eigi á annað borð beri að gera það í fyrsta lagi í haust. Geir sagðist á Alþingi í gær sannfærður um að ríkisstjórnin væri á réttri leið í endurreisnaraðgerðum sínum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem rætt var við eru almennt sammála Geir en þolinmæði þeirra gagnvart yfirlýsingum þingmanna samstarfsflokksins fer hratt minnkandi. Þeir telja Samfylkinguna ekki lengur nægilega trúverðuga í samstarfinu og grafa undan því fremur en styrkja. Stjórnarsamstarfið og pólitíska ástandið verða til umræðu á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins í dag. - bþs, bj
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira