Sturlunga vaknar til lífsins 23. janúar 2009 06:00 Benedikt segir ýmislegt svipað með ástandinu nú og þegar Sturlungaöld var. MYND/Fréttablaðið/Heiða Benedikt Erlingsson leikari vinnur að heimildarþáttum um Sturlungaöld. Tökur hefjast líklega í sumar. „Fyrsta uppkast er komið,“ segir leikarinn Benedikt Erlingsson sem vinnur nú að gerð heimildarþáttaraðar um Sturlungaöld. Þættirnir verða sjö talsins, farið verður á sögustaði og lykilatburðir endurgerðir. „Þetta verður reyndar ekki eins og í öðrum heimildarþáttum, þar sem einhverjir menn eru klæddir í miðaldabúninga og látnir leika. Heldur verður þetta svona svipað og þegar lögreglan rannsakar vettvang glæps nema með ábúendur í aðalhlutverki, fólkið sem býr þarna núna,“ útskýrir Benedikt og bætir við að menn fái eflaust að segja eitthvað áður en þeir stinga járnum hver í annan. Sumir hafa jafnvel fleygt því fram að ný Sturlungaöld sé í sjónmáli. Benedikt er ekki alveg reiðubúinn að kvitta upp á það. Og þó. „Sturlungaöld var auðvitað upphafið að sjálftökusamfélaginu þegar þjóðveldið riðaði til falls og jafnvægi þjóðfélagsins riðlaðist. Stórhöfðingjar urðu til og okkar forni fjandi, fákeppnin, birtist þarna fyrst.“ Og það er auðveldlega hægt að finna fleiri samlíkingar að sögn Benedikts; Baugs- og Björgólfsfeðgar væru Haukdælir og Svíndælingar okkar tíma og samningurinn við Noregskonung ekkert annað en innganga í Evrópusambandið. „En þetta veltur auðvitað allt á því hvernig menn kjósa að lesa í og túlka sögu okkar.“ Benedikt hefur þegar fengið styrk úr Kvikmyndasjóði og hefur verið í góðu sambandi við Ríkissjónvarpið um sýningar og framleiðslu á þáttaröðinni og er bjartsýnn á að tökur geti hafist í sumar. freyrgigjafrettabladid.is Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Sjá meira
Benedikt Erlingsson leikari vinnur að heimildarþáttum um Sturlungaöld. Tökur hefjast líklega í sumar. „Fyrsta uppkast er komið,“ segir leikarinn Benedikt Erlingsson sem vinnur nú að gerð heimildarþáttaraðar um Sturlungaöld. Þættirnir verða sjö talsins, farið verður á sögustaði og lykilatburðir endurgerðir. „Þetta verður reyndar ekki eins og í öðrum heimildarþáttum, þar sem einhverjir menn eru klæddir í miðaldabúninga og látnir leika. Heldur verður þetta svona svipað og þegar lögreglan rannsakar vettvang glæps nema með ábúendur í aðalhlutverki, fólkið sem býr þarna núna,“ útskýrir Benedikt og bætir við að menn fái eflaust að segja eitthvað áður en þeir stinga járnum hver í annan. Sumir hafa jafnvel fleygt því fram að ný Sturlungaöld sé í sjónmáli. Benedikt er ekki alveg reiðubúinn að kvitta upp á það. Og þó. „Sturlungaöld var auðvitað upphafið að sjálftökusamfélaginu þegar þjóðveldið riðaði til falls og jafnvægi þjóðfélagsins riðlaðist. Stórhöfðingjar urðu til og okkar forni fjandi, fákeppnin, birtist þarna fyrst.“ Og það er auðveldlega hægt að finna fleiri samlíkingar að sögn Benedikts; Baugs- og Björgólfsfeðgar væru Haukdælir og Svíndælingar okkar tíma og samningurinn við Noregskonung ekkert annað en innganga í Evrópusambandið. „En þetta veltur auðvitað allt á því hvernig menn kjósa að lesa í og túlka sögu okkar.“ Benedikt hefur þegar fengið styrk úr Kvikmyndasjóði og hefur verið í góðu sambandi við Ríkissjónvarpið um sýningar og framleiðslu á þáttaröðinni og er bjartsýnn á að tökur geti hafist í sumar. freyrgigjafrettabladid.is
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Sjá meira