Innlent

Einkaflugeldasýning Evu Joly

Valtýr Sigurðsson
Valtýr Sigurðsson

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir það af og frá að hann ætli að biðjast lausnar en Eva Joly sagði í gær að hann ætti að víkja úr embætti. Eva sagði Valtý vanhæfan í starfi þar sem sonur hans sé einn af lykilstjórnendum í einu af þeim félögum sem verið sé að rannsaka.

Valtýr segist hafa skrifað dómsmálaráðuneytinu bréf þann 18.maí þar sem hann óskaði eftir því að hann viki sæti í öllum málum sérstaks saksóknara. Evu ætti að vera það ljóst.Sigurður Valtýsson sonur Valtýs er annar af forstjórum Exista sem var stærsti eigandi Kaupþings.

Valtýr segir að annaðhvort sé Eva Joly ekki í neinum tengslum við starfsfólk embættis sérstaks saksóknara eða þá að um sé að ræða einhverskonar einkaflugeldasýningu hennar.


Tengdar fréttir

Vill þrjá saksóknara - Einn um hvern banka

Eva Joly sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hún vilji að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir þrír. Hver og einn kæmi þá til með að rannsaka mál sem koma að hverjum stóru viðskiptabankanna fyrir sig.

Starfar ekki fyrir grunaða í rannsókn bankahrunsins

„Nei nei , ég skrifaði þessa grein fyrir meira en mánuði síðan. Þá var ég ekki í neinum störfum fyrir neinn grunaðan í bankahruninu, hvorki bankamenn né útrásarvíkinga. Ég er alveg ótengdur þeim,“ segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir það tóma dellu að Valtýr Sigurðsson víki úr embætti ríkissaksóknara.

Eva Joly vill Valtý úr embætti ríkissaksóknara

Eva Joly er ekki að hætta sem ráðgjafi hjá embætti sérstaks saksóknara. Hún stillir stjórnvöldum upp við vegg; vill að meiri peningum sé dælt í rannsókn á bankahruninu og að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari víki.

Björn verður ríkissaksóknari í málum bankahrunsins

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra ætlar að skipa Björn Bergsson hæstaréttarlögmann sem ríkissaksóknara í öllum málum sem varða bankahrunið, þetta kemur fram á Mbl.is. Þar segir jafnframt að Valtýr Sigurðsson hafi lýst sig vanhæfan en vegna lagalegra annmarka dregist að skipa annan í hans stað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.