Erlent

Forsetinn endurkjörinn í Slóvakíu

Ivan Gasparovic var endurkjörinn forseti.
Ivan Gasparovic var endurkjörinn forseti.
Ivan Gasparovic var endurkjörinn forseti í forsetakosningunum í Slóvakíu, sem fram fóru í gær, með tæpum 56% greiddra atkvæða. Mótframbjóðandi hans, Iveta Radicova, hlaut rösklega 44% atkvæða í kosningunum, samkvæmt tölum sem hagstofan þar í landi birti. Búist er við því að úrslitin verði staðfest síðar í dag. „Íbúar í Slóvakíu virða mig og ég olli þeim ekki vonbrigðum. Það var það sem réð úrslitum," sagði Gasparovic eftir kjörið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×