Erlent

Myrti fimm börn sín og fyrirfór sér svo

Lögreglan í Washingtonríki telur að faðir hafi myrt átta börn sín og svo framið sjálfsmorð þegar að hann komst að því að konan hans ætlaði að yfirgefa hann fyrir annan mann.

Börnin sem voru á aldrinum 7-16 ára voru skotin til bana í gær í bústað fjölskyldunnar í Graham, sem er skammt frá borginni Tacoma í Washington. Faðirinn fannst skömmu áður í Aubum, skammt frá borginni Seattle, og var ljóst að hann hafði skotið sjálfan sig til bana.

Fréttamiðillinn The News Tribune of Tacoma hefur eftir talsmanni lögreglustjórans í Pierce sýslu í dag að kvöldið áður en morðin voru framin hafi faðirinn og elsta dóttir hans leitað konunnar og fundið hana ásamt elskuhuga hennar í matvörubúð í Aubum. Tilkynnti konan manninum þá að hún myndi yfirgefa hann fyrir manninn í versluninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×