Magnús íhugar að stefna Morgunblaðinu 12. september 2009 12:50 Magnús Árni sést hér með formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, sem reyndi að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri segir að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Hann íhugar að stefna Morgunblaðinu vegna umfjöllunar um sig í dag. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Í frétt Morgunblaðsins er fullyrt að Magnús hafi haft samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Í blaðinu segir að um breska miðlararfyrirtækið Snyder sé að ræða en stjórnendur þess séu vinir Magnúsar Árna. Hann á að hafa haft samband við Actavis fyrir rúmum tveimur vikum til að bjóða þeim þjónustu Snyder. Miðlarafyrirtækið á að hafa boðið upp á þá þjónustu að kaupa gjaldeyri erlendis inn á reikning og afhenda krónur hér á landi. Þessi viðskipti eru svokölluð aflandsviðskipti og er tekjugrundvöllur þeirra gjaldeyrishöftin sem Seðlabankinn á að sjá um að afnema í skrefum. Áhrif svona viðskipta á innlendan markað eru m.a. að erlendur gjaldeyrir sem fæst fyrir útflutning skilar sér ekki á gjaldeyrismarkað hér á landi sem hefur í för með sér að gengi krónunnar á innlendum gjaldeyrismarkaði er lægra en það væri annars. Þá geta þau einnig haft þau áhrif að væntingar um mögulega lækkun á gengi krónunnar á innlendum markaði í átt að gengi á aflandsmarkaði getur valdið því að þeir aðilar sem sinna skilaskyldu bíða með að selja gjaldeyrinn. Á fundi í Seðlabankanum í sumar voru fulltrúar stærstu útflutningsfyrirtækja hér á landi, sem njóta sérstakrar undanþágu frá gjaldeyrishöftunum, beðnir um að láta af svona viðskiptum með gjaldeyri, þó að þau séu ekki ólögleg, þar sem þau stríða gegn gjaldeyrishöftunum. Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins, hvetur Magnús Árna á bloggsíðu sinni til að segja af sér í kjölfar þessara frétta. Hann segir mistökin vera Magnúsar en ekki Framsóknarflokksins. „Ég get ekki séð það. Ég vissi að það mín persóna væri það valdamikil að svo væri," sagði Magnús í fréttum Rúv og vísaði á bug að hann hafi vegið að krónunni. Hann íhugar nú málaferli á hendur Morgunblaðinu fyrir meiðyrði. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, vegna málsins sem er staddur erlendis, að sögn aðstoðarmanns hans. Tengdar fréttir Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12. september 2009 09:58 Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12. september 2009 11:28 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, sem reyndi að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri segir að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Hann íhugar að stefna Morgunblaðinu vegna umfjöllunar um sig í dag. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Í frétt Morgunblaðsins er fullyrt að Magnús hafi haft samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Í blaðinu segir að um breska miðlararfyrirtækið Snyder sé að ræða en stjórnendur þess séu vinir Magnúsar Árna. Hann á að hafa haft samband við Actavis fyrir rúmum tveimur vikum til að bjóða þeim þjónustu Snyder. Miðlarafyrirtækið á að hafa boðið upp á þá þjónustu að kaupa gjaldeyri erlendis inn á reikning og afhenda krónur hér á landi. Þessi viðskipti eru svokölluð aflandsviðskipti og er tekjugrundvöllur þeirra gjaldeyrishöftin sem Seðlabankinn á að sjá um að afnema í skrefum. Áhrif svona viðskipta á innlendan markað eru m.a. að erlendur gjaldeyrir sem fæst fyrir útflutning skilar sér ekki á gjaldeyrismarkað hér á landi sem hefur í för með sér að gengi krónunnar á innlendum gjaldeyrismarkaði er lægra en það væri annars. Þá geta þau einnig haft þau áhrif að væntingar um mögulega lækkun á gengi krónunnar á innlendum markaði í átt að gengi á aflandsmarkaði getur valdið því að þeir aðilar sem sinna skilaskyldu bíða með að selja gjaldeyrinn. Á fundi í Seðlabankanum í sumar voru fulltrúar stærstu útflutningsfyrirtækja hér á landi, sem njóta sérstakrar undanþágu frá gjaldeyrishöftunum, beðnir um að láta af svona viðskiptum með gjaldeyri, þó að þau séu ekki ólögleg, þar sem þau stríða gegn gjaldeyrishöftunum. Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins, hvetur Magnús Árna á bloggsíðu sinni til að segja af sér í kjölfar þessara frétta. Hann segir mistökin vera Magnúsar en ekki Framsóknarflokksins. „Ég get ekki séð það. Ég vissi að það mín persóna væri það valdamikil að svo væri," sagði Magnús í fréttum Rúv og vísaði á bug að hann hafi vegið að krónunni. Hann íhugar nú málaferli á hendur Morgunblaðinu fyrir meiðyrði. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, vegna málsins sem er staddur erlendis, að sögn aðstoðarmanns hans.
Tengdar fréttir Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12. september 2009 09:58 Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12. september 2009 11:28 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12. september 2009 09:58
Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12. september 2009 11:28