Innlent

Klósettstríð heldur íbúð í gíslingu

Bergþórugata 51
Bergþórugata 51

„Ég tel mig hafa sýnt mikla þolinmæði, en nú er málið orðið verulega slæmt," segir Leó R. Ólason, eigandi að kjallaraíbúð á besta stað í miðborg Reykajvíkur. Hann keypti 40 fermetra íbúð handa syni sínum á Bergþórugötu 51 en þá kom babb í bátinn. Klósett sem nýtist íbúðinni er í eigu sameignar hússins og er í niðurníðslu. Leó óskaði þá eftir því á húsfundi að baðherbergisaðstaðan yrði gerð upp en honum var neitað um það. Sjálfur segist Leó haf mætt algjöru skilningsleysi af hálfu húsfélagsins.Í kjölfarið bauðst Leó til þess að kaupa rýmið af húsfélaginu en því var hafnað að hans sögn. Að lokum fékk hann nóg og ákvað að kæra málið til Kærunefndar fjöleignarhúsamála. Þar var úrskurðað honum í hag. Sá úrskurður var fengin í október 2008. Núna, rúmu hálfu ári síðar, er aðstaðan enn óviðunandi að sögn Leós.„Málið er að ég hlýt að íhuga mína réttarstöðu vegna málsins. Það er alveg ljóst að ég hef tapað um milljón króna og jafnvel meira, hvort sem það er reiknað í leigu eða vöxtum eða annað," segir Leó sem vill eingöngu að klósettið verði gert upp.Hann segist hissa á því að hann hafi ekki fengið að kaupa klósett rýmið enda er það í kjallaranum og nýtist engum öðrum en þessari íbúð.Aftur á móti er íbúðin óíbúðarhæf á meðan klósettið er ónothæft.

„Þetta klósettstríð heldur íbúðinni í gíslingu," segir Leó ósáttur. Spurður hvar sonur hans sé, segir Leó að það hafi verið fundin önnur úrræði fyrir hann. Málið sé engu að síður bagalegt, og hann segir að íbúðin falli mikið í verði ef engar úrbætur verða gerðar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.