Innlent

Hústökufólk á Fríkirkjuvegi 11 - myndir

Um níuleytið í kvöld var lögreglan kölluð að Fríkirkjuvegi 11 þar sem hústökufólk hafði brotist inn. Um var að ræða rúmlega tuttugu manna hóp.

Rúmri klukkustund síðar hafði húsið verið rýmt en fólkið var þó enn á staðnum. Húsið að Fríkirkjuvegi 11 er í eigu Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Fólkið var komið þangað til að mótmæla Icesave samkomulaginu svokallaða og heimtaði að ábyrgðin færi til þeirra sem hana bera.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var við Fríkirkjuveg 11 og myndaði það sem fyrir augu bar. Hægt er að sjá fleiri myndir með því að smella á Albúm hér fyrir neðan.



Rúmlega tuttugu manns brutust inn á Fríkirkjuveg 11 í kvöld.Mynd/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×