Innlent

Þriggja bíla árekstur á Hellisheiðinni

Vegfarendur eru beðnir um að fara varlega þegar þeir aka um Hellisheiðina. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Vegfarendur eru beðnir um að fara varlega þegar þeir aka um Hellisheiðina. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.

Færðin á hellisheiðinni snarversnaði nú síðdegis með skyndilegri snjókomu en fyrir tæplega hálftíma síðan varð þriggja bíla árekstur við Kambana.

Talið er að enginn teljandi meiðsl hafi orðið á vegfarendum en lögreglan var á leiðinni á vettvang þegar Vísir hafði samband við hana.

Lögreglan vill koma því áleiðis til ferðalanga að fara varlega yfir heiðina þar sem grunur leikur á að myndaðist hafi talsverð hálka á veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×