Innlent

Ólafur Ragnar: Þýski blaðamaðurinn dregur upp villandi mynd

Ólafur Ragnar Grímsson segir að blaðamaður þýsku útgáfunnar af Financial Times hafi dregið upp mjög villandi frásögn af löngu samtali sem hann átti við forsetann á Bessastöðum. Haft er eftir Ólafi í blaðinu að Ísland eigi ekki að greiða þeim sem töpuðu á innlánum Kaupþings í Þýskalandi og hafa ummælin vakið töluverða athygli í Þýskalandi.

Ólafur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi sagt blaðamanninum að Íslendingar hefðu ríkan vilja til þess að standa að málum á þann hátt að reynt verði að uppfylla að fullu skuldbindingar í öðrum löndum.

Ólafur segist einnig hafa sagt að þýskur almenningur verði að hafa á því skilning að þúsundir Íslendinga hafi orðið fyrir gríðarlegu tapu í kjölfar hruns bankanna. Þessvegna væri það röng mynd sem stundum væri dregin upp víða í Evrópu að það væri ætlun Íslendinga að hafa allt sitt á þurru á meðan aðrir ættu að taka á sig tapið.




Tengdar fréttir

Misskilningur hjá forseta

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands komst í fréttirnar í Þýskalandi í morgun þegar hann sagði að Ísland ætti ekki greiða þeim sem töpuðu á innlánum Kaupþings í Þýskalandi. Þetta sagði hann við þýsku útgáfuna af Financial Times. Steinar Þór Guðgeirsson formaður skilanefndar Kaupþings segir þýska fréttamenn hafa sýnt málinu mikinn áhuga í morgun en einhver misskilningur sé í þessum orðum forsetans. Það hafi alltaf staðið til að greiða þessum innlánseigendum.

Forsetinn vill ekki að Ísland greiði fyrir Kaupþing í Þýskalandi

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að Ísland eigi ekki að greiða þeim sem töpuðu á innlánum Kaupþings í Þýskalandi. Þetta kemur fram í þýsku útgáfunni af Financial Times (FTD) í dag og hefur vakið töluverða athygli í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×