Innlent

Gagnrýnir sjálfstæðismenn fyrir sögusagnir um hreinsanir

Vel fór á með þeim Geir H. Haarde og Steingrími J. Sigfússyni í upphafi þingfundar í gær.
Vel fór á með þeim Geir H. Haarde og Steingrími J. Sigfússyni í upphafi þingfundar í gær.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, gagnrýnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa komið af stað sögusögnum um meintar pólitískar hreinsanir nýrrar ríkisstjórnar.

„Jóhanna Sigurðardóttir var að svara ómaklegum dylgjum Geirs H. Haarde um að þarna stæðu til pólitískar hreinsanir. Hún svaraði því heiðarlega að auðvitað hafi menn rætt um það að gæti komið til greina að þarna gæti komið til breytinga eins og annars staðar," sagði Steingrímur aðspurður um svör forsætisráðherra við fyrirspurn Geirs á Alþingi í gær um mannabreytingar í stjórnum bankanna. Steingrímur var gestur Kastsljóss í kvöld.

Formenn bankastjórna Nýja Kaupþings og Nýja Glitnis, þeir Valur Valsson hjá Glitni og Magnús Gunnarsson hjá Kaupþingi, tilkynntu í dag um afsagnir sínar. Steingrímur fór í framhaldinu fram á að þeir endurskoðuðu afstöðu sína.

Ræddi við formennina á föstudaginn

Steingrímur sagði í Kastljósi að Geir hafi ekki beint fyrirspurn sinni að réttum aðila í þinginu í gær. Eignaraðild bankanna heyri undir sig.

Steingrímur sagðist hafa rætt við formanna bankaráðanna á föstudaginn. „Þeir lýstu áhuga sínum á því að hætta. Þeir töldu að mörgu leyti heppilegt að gera það núna. Ég óskaði við þá að þeir sætu lengur."

Eiga heiður skilið

„Þeir eins og allir aðrir sem gengu í það erfiða verkefni að koma nýju bönkunum af stað eiga auðvitað heiður skilið fyrir það," sagði Steingrímur og bætti við hann hefði ekkert út þá að setja.

Steingrímur sagði óviðeigandi og ómaklegt að Sjálfstæðisflokknum að finna sér ekkert annað betur en að gera en að koma af stað draugasögum um pólitískar hreinsanir.




Tengdar fréttir

Stjórnarformenn Glitnis og Kaupþings segja af sér

Formenn bankastjórna Nýja Kaupþings og Nýja Glitnis, þeir Valur Valsson hjá Glitni og Magnús Gunnarsson hjá Kaupþingi hafa sagt af sér. Í bréfi sem þeir hafa sent til Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra segja þeir að samstarfið í stjórnum bankanna hafi gengið vel en í ljósi þess að ný ríkisstjórn hafi tekið við völdum hafi orðið „eðlilegar pólitískar áherslubreytingar og mannabreytingar,“ eins og þeir orða það.

Steingrímur vill að Magnús og Valur sitji áfram

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur óskað eftir því að formenn bankastjórna Nýja Glitnis, Valur Valsson, og Nýja Kaupþings, Magnús Gunnarsson, gegni störfum áfram. Í dag óskuðu þeir eftir að verða leystir frá störfum í stjórnum bankanna. Steingrímur vill að þeir endurskoði ákvarðanir sínar og gegni störfum áfram að minnsta kosti fram að aðalfundum bankanna í apríl.

Árni: Stjórnin verður að hugsa sinn gang

Árni Mathiesen, telur að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir þurfi að hugsa sinn gang þegar kemur að mannabreytingum. Formenn bankaráða Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings tilkynntu fyrr í dag um afsögn sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×