Íslenski boltinn

KR Reykjavíkurmeistari

Pape Mamadou Faye skoraði mark Árbæinga í kvöld
Pape Mamadou Faye skoraði mark Árbæinga í kvöld Mynd/Stefán

KR-ingar urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Fylki í úrslitaleik í Egilshöll.

Árbæingar komust yfir með marki frá Pape Mamadou Faye á 21. mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik.

Guðmundur Pétursson jafnaði leikinn fyrir KR í upphafi síðari hálfleiks og Óskar Örn Hauksson kom liðinu yfir á 68. mínútu. Það var svo Jónas Guðni Sævarsson sem innsiglaði sigur KR á 80. mínútu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×