Fótbolti

Enn eitt tapið hjá Vaduz

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Þór Þórðarson í leik með ÍA á síðasta tímabili.
Stefán Þór Þórðarson í leik með ÍA á síðasta tímabili. Mynd/Eiríkur
Vaduz tapaði enn einum leiknum í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Í þetta sinn fyrir Neuchatel Xamax, 4-2.

Stefán Þórðarson var einn Íslendinganna hjá Vaduz í byrjunarliðinu en hann var tekinn af velli á 77. mínútu.

Gunnleifur Gunnleifsson og Guðmundur Steinarsson sátu báðir allan tímann á varamannabekknum.

Vaduz komst í 2-1 foyrustu með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik en Xamax skoraði þrívegis á síðasta hálftíma leiksins.

Vaduz er í neðsta sæti deildarinnar með 30 stig, átta stigum á eftir næsta liði þegar liðið á fjóra leiki eftir á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×