Enski boltinn

Arshavin á leið frá Lundúnum

Félagaskiptaglugginn í enska boltanum lokast í kvöld. Sá maður sem hvað mest hefur verið í umræðunni síðustu daga er rússneski landsliðsmaðurinn Andrei Arshavin hjá Zenit í Pétursborg.

Í morgun bárust þær fréttir að Arshavin væri í Lundúnum þar sem hann ætlaði sér að vera í startholunum ef Arsenal kæmist að samkomulagi við Zenit um kaupverðið á honum.

Félögin hafa þrefað vikum saman og oftar en einu sinni hafa þessi viðskipti verið blásin af.

Talið var að viðræður væru komnar vel á veg í morgun þegar sást til leikmannsins í Lundúnum, en nú virðist ekkert ætla að verða úr málinu því Sky hefur greint frá því að Arshavin hafi sést á leið út á flugvöll í Lundúnum skömmu fyrir klukkan tíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×