Í morgun var dregið í fyrsta skipti í hinum nýja Evrópubikar en tvö íslensk lið voru í pottinum í fyrstu umferðinni. KR er í annarri umferð.
Keflvíkingar fá að sóla sig á Möltu þar sem þeir mæta liði Valletta en Fram mætir TNS frá Wales.
Fyrri leikirnir fara fram 2. og 9. júlí en síðari leikirnir 16. og 23. júlí.
Þess má geta að gamla Man. Utd hetjan, Jordi Cruyff, er á meðal leikmanna Valletta. Cruyff er orðinn 35 ára gamall.