Innlent

Barist um völdin í Kópavogi - tíðinda að vænta í kvöld

Það ræðst í kvöld hvort áframhald verður á meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi.

Oddvitar flokkanna funduðu í morgun en mikil óánægja hefur verið í röðum framsóknarmanna með störf Gunnars Birgissonar bæjarstjóra.

Í dag lögðu sjálfstæðismenn fram sáttatillögu til bjargar samstarfinu en framsóknarmenn ætla að taka afstöðu til hennar á fundi fulltrúaráðs flokksins í kvöld.

Fulltrúaráð sjálfstæðismanna fundar á sama tíma og þá verður ákveðið hver tekur við bæjarstjórastólnum af Gunnari.

Óformlega þreifingar hafa verið á milli sjálfstæðismanna og Vinstri grænna um mögulegt meirihlutasamstarf en líklegra þykir að Vinstri grænir fari í þriggja flokka samstarf með Samfylkingu og Framsókn fari svo að núverandi meirihluti springi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×