Frestun stóriðjuframkvæmda magnar kreppuna 2. október 2009 11:59 Frestun stórðjuframkvæmda um eitt ár myndi dýpka efnahagskreppuna verulega, og leiða til þess að samdráttur yrði ekki 1,9 prósent á næsta ári heldur nær fjórum prósentum, að mati fjármálaráðuneytis, sem áætlar að slíkt gæti leitt til tekjuminnkunar ríkissjóðs um allt að átta milljarða króna.Mikil óvissa ríkir nú um framhald stóriðjuframkvæmda í landinu, bæði vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttir umhverfisráðherra, að láta skoða betur hugsanlegt heildstætt umhverfismat vegna háspennulínu til Suðurnesja, og eins vegna fjárlagafrumvarpsins, þar sem boðuð er mikil viðbótarskattheimta á álfyrirtækin landinu. Bæði talsmenn samtaka atvinnulífsins sem og álfyrirtækjanna gefa til kynna í blaðaviðtölum í morgun að þetta muni setja öll áform um frekari uppbyggingu í uppnám.En hvað myndi það þýða fyrir efnahagslífið?Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir að ef bæði Helguvík og Straumsvík, ásamt tilheyrandi orkuframkvæmdum, frestist um eitt ár hafi ráðuneytið áætlað að það þýði tveggja prósenta samdrátt landsframleiðslu til viðbótar við það sem áður var áætlað.Þorsteinn tekur fram að ef einungis yrði um tveggja mánaða töf að ræða myndi það þýða 0,3 prósenta samdrátt. Tveggja prósenta samdráttur myndi hins vegar draga verulega úr tekjum ríkissjóðs og áætlar hann að skatttekjur dragist saman um nær átta milljarða króna á ári. En tekur fram að þá sé miðað við ítrustu áhrif.Helguvíkurframkvæmdirnar eru þær sem mest munar um og áætlar Þorsteinn að þær séu um þrír fjórðu af heildinni. Stóriðjuframkvæmdirnar eru þannig, að mati fjármálaráðuneytis, taldar geta haft afgerandi áhrif á þjóðin nái að vinna sig úr kreppunni."Þetta er það sem við teljum að muni hjálpa okkur mest á næsta ári; að slíkar framkvæmdir komist í gang," segir skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Frestun stórðjuframkvæmda um eitt ár myndi dýpka efnahagskreppuna verulega, og leiða til þess að samdráttur yrði ekki 1,9 prósent á næsta ári heldur nær fjórum prósentum, að mati fjármálaráðuneytis, sem áætlar að slíkt gæti leitt til tekjuminnkunar ríkissjóðs um allt að átta milljarða króna.Mikil óvissa ríkir nú um framhald stóriðjuframkvæmda í landinu, bæði vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttir umhverfisráðherra, að láta skoða betur hugsanlegt heildstætt umhverfismat vegna háspennulínu til Suðurnesja, og eins vegna fjárlagafrumvarpsins, þar sem boðuð er mikil viðbótarskattheimta á álfyrirtækin landinu. Bæði talsmenn samtaka atvinnulífsins sem og álfyrirtækjanna gefa til kynna í blaðaviðtölum í morgun að þetta muni setja öll áform um frekari uppbyggingu í uppnám.En hvað myndi það þýða fyrir efnahagslífið?Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir að ef bæði Helguvík og Straumsvík, ásamt tilheyrandi orkuframkvæmdum, frestist um eitt ár hafi ráðuneytið áætlað að það þýði tveggja prósenta samdrátt landsframleiðslu til viðbótar við það sem áður var áætlað.Þorsteinn tekur fram að ef einungis yrði um tveggja mánaða töf að ræða myndi það þýða 0,3 prósenta samdrátt. Tveggja prósenta samdráttur myndi hins vegar draga verulega úr tekjum ríkissjóðs og áætlar hann að skatttekjur dragist saman um nær átta milljarða króna á ári. En tekur fram að þá sé miðað við ítrustu áhrif.Helguvíkurframkvæmdirnar eru þær sem mest munar um og áætlar Þorsteinn að þær séu um þrír fjórðu af heildinni. Stóriðjuframkvæmdirnar eru þannig, að mati fjármálaráðuneytis, taldar geta haft afgerandi áhrif á þjóðin nái að vinna sig úr kreppunni."Þetta er það sem við teljum að muni hjálpa okkur mest á næsta ári; að slíkar framkvæmdir komist í gang," segir skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira