Innlent

Framsóknarmenn fagna hugmyndum um skuldaleiðréttingu

Mynd/Stefán Karlsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fagnaðarefni ákveði ríkisstjórnin að leiðrétta skuldir heimilanna líkt og greint frá í fréttum um helgina. Framsóknarmenn hafi lengið talað fyrir slíkum aðgerðum. Sigmundur segist þó eiga eftir að sjá hvernig þetta verið útfært.

Þingflokkur og landsstjórn Framsóknarflokksins fundaði á Hólmavík í dag og í gær. Í ályktun sem var samþykkt á fundinum segir meðal annars: „Framsóknarmenn og fleiri hafa í 8 mánuði barist fyrir slíkum aðgerðum og ljóst að stefnubreyting ríkisstjórnarinnar yrði mikill sigur fyrir heimilin og þá sem hafa barist fyrir almennri skuldaleiðréttingu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×