Erlent

Guardian fjallar um hrunið á Íslandi

Ummæli Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra í Kastljósi í fyrra, um að Íslendingar ætli sér ekki að greiða skuldir óreiðumanna, urðu meðal annars til þess að Bretar frystu eignir Landsbankans í skjóli hryðjuverkalaga, segir í grein í breska blaðinu Guardian í dag.

Þar með hafi Íslendingar verið settir á bekk með Búrma, Norður-Kóreu og liðsmönnum al-Kaída. Guardian hefur eftir Ögmundi Jónassyni heilbrigðisráðherra að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn haldi hnífsblaði að barka Íslendinga og sakar hann sjóðinn um að ganga einungis erinda alþjóðlegra lánadrottna.

Þá kemur fram í Guardian að Íslendingar séu andvígir því að taka á sig skuldir vegna Icesave-reikninga Landsbankans og er vísað í skoðanakannanir. Loks segir að Ísland sé eitt þriggja landa, sem hvað verst hafa farið út úr kreppunni, en hin löndin eru Lettland og Úkranía.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×