Innlent

Lögguníðingur í varðhaldi

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðahaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Algis Rucinskas sem gekk í skrokk á tveimur lögreglumönnum og slasaði þá í fyrra en hann rauf endurkomubann þegar hann kom til landsins fyrr í vikunni. Maðurinn mun sitja í varðhaldi til 14. október.

Rucinskas réðst á tvo lögreglumenn í janúar á síðast ári sem voru óeinkennisklæddir við fíkniefnaeftirlit á Laugavegi. Hann veitti lögreglumönnunum þung höfuðhögg með krepptum hnefa og skaðaði báða.

Annar maður, Tomas Arlauskas, áður Malakauskas, rauf einnig endurkomubann nýverið, en hann tengdist líkfundarmálinu á Neskaupsstað. Arlauskas situr í varðhaldi til 9. október.


Tengdar fréttir

Lögregluníðingur kominn aftur

Karlmaður sem gekk í skrokk á tveimur lögreglumönnum og slasaði þá í janúar á síðasta ári rauf endurkomubann þegar hann kom til landsins fyrr í vikunni. Hann var handtekinn við komuna og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var ákærður fyrir héraðsdómi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×