Enski boltinn

Rafael framlengir við United

AFP

Brasilíski bakvörðurinn Rafael hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við Englandsmeistara Manchester United.

Þessi 18 ára piltur hefur þótt fara vaxandi í vetur þar sem meiðsli þeirra Gary Neville og Wes Brown urðu þess valdandi að hann fékk að sýna hvað í honum bjó í byrjunarliðinu.

Rafael er nú samningsbundinn United fram til ársins 2013 en hann var einn þeirra sem tilnefndir voru sem besti ungi leikmaðurinn í úrvalsdeildinni í vetur.

"Allir hafa verið mjög ánægðir með Rafael í vetur og eru spenntir að fylgjast með honum í framtíðinni. Áhugi hans og kjarkur á leikvellinum eru kostir sem eru dæmigerðir fyrir leikmenn United og við erum allir ánægðir að sjá hann framlengja við félagið," sagði Alex Ferguson knattspyrnustjóri við þetta tækifæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×