Sport

Miklar breytingar á Pepsi-deild karla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er brjálað að gera hjá Birki Sveinssyni, mótastjóra KSÍ, þessa dagana við að púsla saman Íslandsmótinu í svínaflensufaraldri.
Það er brjálað að gera hjá Birki Sveinssyni, mótastjóra KSÍ, þessa dagana við að púsla saman Íslandsmótinu í svínaflensufaraldri.

Svinaflensuveikindi Grindvíkinga halda áfram að hafa áhrif á leikjaniðurröðun í Pepsi-deild karla.

Nú hafa tveir leikir í viðbót verið færðir fram á næsta laugardag en þeir áttu að spilast á sunnudeginum og mánudeginum.

Það gekk ekki lengur upp eftir að Grindavík fékk frestun á leiknum gegn Fram sem átti að fara fram á fimmtudag.

Leikirnir næsta laugardag eru eftirfarandi:

16.00 Fylkir-Fjölnir

16.00 Valur-Breiðablik

16.00 Keflavík-KR

16.00 FH-Grindavík

16.00 Fram-Stjarnan

ÍBV og Þróttur mætast síðan í Eyjum klukkan 18.00 á sunnudag.

Leikur Fram og Grindavíkur fer síðan fram næsta miðvikudag ef almættið lofar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×