Lífið

Meðlag og fyllibyttublús

ljótu hálfvitarnir
Önnur plata Ljótu hálfvitanna er komin út.
mynd/hafþór hreiðarsson
ljótu hálfvitarnir Önnur plata Ljótu hálfvitanna er komin út. mynd/hafþór hreiðarsson

Önnur plata Ljótu hálfvitanna er komin út og er hún skírð í höfuðið á sveitinni rétt eins og fyrsta plata. Á meðal laga á nýju plötunni eru Lukkutröllið, sem hefur hljómað töluvert í útvarpi að undanförnu, Stjáni, Fyllibyttublús og Meðlag.

Auk þess syngur Guðrún Gunnarsdóttir dúett með Guðmundi Svafarssyni í Paradísarmissi og þeir Hörleifur Valsson, fiðluleikari, og Gunnar Ben, óbóleikari, takast á í einleikseinvígi í Áfram stelpur!

Seinni útgáfutónleikarnir vegna plötunnar verða haldnir í Ýdölum í Aðaldal á föstudagskvöld. Í júní eru síðan fyrirhugaðir tónleikar í Keflavík, Ólafsvík og á Dalvík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.