Innlent

Með kylfu á lofti í Keflavík

Ölvaður maður, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af vegna þess að hann hafði verið að sparka í bíla við Hafnargötu í Keflavík í gærkvöldi, var ósáttur með þá afskiptasemi og hugðist jafna sakirnar við lögregluna. Hann sótti hafnaboltakylfu og hélt að lögreglustöðinni, en í sama mund renndi lögreglubíll í hlað fyrir tilviljun. Lögreglumennirnir í honum sáu að hér var ekki allt með felldu og hélt annar í átt að manninum með brugðna lögreglukylfu. Við það rann móðurinn af honum og hann gafst upp. Hann gistir fangageymslur og verður yfirheyrður í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×