Enski boltinn

Megson hissa á Capello

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Megson, stjóri Bolton.
Gary Megson, stjóri Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Gary Megson, stjóri Bolton, segist afar hissa á því að Fabio Capello landsliðsþjálfari Englands hafi ekki valið Gary Cahill í enska landsliðið.

Capello ákvað að velja frekar hinn tvítuga Michael Mancienne í liðið fyrir vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi í kvöld. Mancienne er á mála hjá Chelsea en er á láni nú hjá Wolves í ensku B-deildinni. Hann hefur aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni.

„Það eina sem Gary getur gert er að halda ótrauður áfram," sagði Megson. „Við höfum allir okkar skoðanir og ég tel að Gary sé leikmaður í hæsta gæðaflokki sem hefur margsannað sig í úrvalsdeildinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×