Enski boltinn

Hermann og Grétar báðir í byrjunarliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth. Nordic Photos / AFP

Hermann Hreiðarsson og Grétar Rafn Steinsson, félagar úr varnarlínu íslenska landsliðsins, eru báðir í byrjunarliðum sinna liða er Bolton tekur á móti Portsmouth.

Þetta er í fyrsta sinn síðan í fyrstu umferð að Hermann er í byrjunarliði Portsmouth í deildarleik. Hann var í byrjunarliðinu gegn Heerenveen í UEFA-bikarkeppninni í vikunni og skoraði þá í 3-0 sigri Portsmouth.

Þegar þetta er skrifað er staðan þegar orðin 2-0 en Bolton skoraði tvívegis á fyrstu þremur mínútum leiksins.

Fyrsta markið skoraði Kevin Davies eftir að hann fór illa með Hermann og skoraði með laglegu skoti. Svo skoraði Ricardo Gardner en Hermann hefði einnig getað gert betur til að verjast þeirri sókn.

Grétar Rafn Steinsson er sem fyrr í byrjunarliði Bolton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×