Enski boltinn

Heiðar með tvö í sigri QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar í leik með QPR.
Heiðar í leik með QPR. Nordic Photos / Getty Images
Heiðar Helguson skoraði tvö marka QPR í 3-2 sigri liðsins á Preston í ensku B-deildinni í dag.

Heiðar kom QPR tvívegis yfir í leiknum, fyrst á 16. mínútu og svo á þeirri 34. En aftur náði Preston að jafna en það var Dexter Blackstock sem skoraði sigurmark leiksins. Heiðar lék allan leikinn.

Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley sem vann 2-1 sigur á Bristol City. Jóhannesi var skipt út af á 55. mínútu.

Þá lék Aron Einar Gunnarsson allan leikinn er Coventry gerði 2-2 jafntefli við Ipswich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×