Fótbolti

Tvær keppnir í sama ferlinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
HM 2014 fer fram í Brasilíu en hér heldur forseti landsins á styttunni góðu.
HM 2014 fer fram í Brasilíu en hér heldur forseti landsins á styttunni góðu. Nordic Photos / AFP
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í dag að umsóknarferli heimsmeistarakeppnanna 2018 og 2022 yrðu sameinuð.

Umsóknarferlið hefst formlega í næsta mánuði og verður niðurstaðan kynnt í desember árið 2010.

Ef land sem sækir um að halda keppnina árið 2018 verður ekki af ósk sinni getur það strax sótt um að fá að halda hana árið 2012, svo lengi sem það er ekki frá sömu heimsálfu og landið sem var valið til að halda keppnina árið 2018.

Englendingar hafa lýst yfir vilja sínum að halda keppnina árið 2018 og segja forráðamenn enska knattspyrnusambandsins að þessi ákvörðun hafi engin áhrif á þeirra umsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×