Fótbolti

Angóla og Túnis áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Angóla og Túnis áttust við í dag.
Angóla og Túnis áttust við í dag. Nordic Photos / AFP

Angóla og Túnis urðu í dag síðustu liðin til að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum Afríkueppninnar en liðin gerðu markalaust jafntefli.

Fyrr í dag gerðu Senegal og Suður-Afríka 1-1 jafntefli sem þýddi að hvorugt liðið myndi ná Angóla og Túnis að stigum.

Túnis komst áfram sem sigurvegari D-riðils þar sem liðið var með betri markatölu en Angóla.

Þetta er í fyrsta skipti í sögu Afríkukeppninnar sem Angóla kemst áfram í fjórðungsúrslit.

Leikirnir í fjórðungsúrslitum:

Sunnudagur 3. febrúar:

Gana - Nígería

Fílabeinsströndin - Gínea

Mánudagur 4. febrúar:

Túnis - Kamerún

Egyptaland - Angóla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×