Innlent

Einn áfram í gæsluvarðhaldi en hinir í farbann

Einn af þeim sex sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna Keilufellsmálsins svokallaða var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald nú síðdegis. Hinir fimm voru úrskurðaðir í farbann til 5. maí næstkomandi.

Gæsluvarðhald yfir mönnunum rann út í dag en lögreglan fór einungis fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum mannanna. Sá var einnig úrskurðaður í varðhald til 5. maí. Um er að ræða fimm Pólverja og einn Litháa en mennirnir voru handteknir í kjölfar hrottafenginnar árásar í Keilufelli á skírdag.

Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald verður í hámarksgæslu og má því ekki hafa samband við neinn. Hann mun kæra þá niðurstöðu dómara til Hæstaréttar.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Brot hans er því talið sérstaklega hættulegt og þykir hafa haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.


Tengdar fréttir

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald í Keilufellsmáli

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveir menn sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í alvarlegri árás að íbúum í Keilufelli fyrir skömmu skyldu sæta gæsluvarðhaldi til 14. apríl. Mennirnir kærðu úrskurð héraðsdóms og kröfðust þess að þeir yrðu látnir lausir eða látnir sæta farbanni. Hæstiréttur féllst ekki á þessa kröfu þar sem grunur leikur á einhverjir árásarmannana gangi enn lausir. Því sé nauðsynlegt að þeir sem nú séu í haldi verði ekki látnir lausir.

Alvarlega særður eftir árás í Keilufelli

Einn maður liggur alvarlega slasaður, brotinn og með samfallið lunga, eftir fólskulega líkamsárás síðdegis í gær. Lögregla leitar enn allt að átta pólskra karlmanna sem ruddust ásamt fjórum öðrum inn í hús í Keilufelli vopnaðir öxum og bareflum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×