Innlent

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald í Keilufellsmáli

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveir menn sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í alvarlegri árás að íbúum í Keilufelli fyrir skömmu skyldu sæta gæsluvarðhaldi til 14. apríl. Mennirnir kærðu úrskurð héraðsdóms og kröfðust þess að þeir yrðu látnir lausir eða látnir sæta farbanni.

Hæstiréttur féllst ekki á þessa kröfu þar sem grunur leikur á einhverjir árásarmannana gangi enn lausir. Því sé nauðsynlegt að þeir sem nú séu í haldi verði ekki látnir lausir.

Sex menn sitja því nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fimm Pólverjar og einn Lithái.

Annar mannana sem Hæstiréttur fjallaði um í dag er skráður umráðamaður bifreiðar sem árásarmennirnir komu á í Keilufell kvöldið sem árásin var framin. Sama bifreið var svo stöðvuð af lögreglu að árásinni lokinni á Reykjanessbrautinni. Í henni fundust þá blóðug vopn sem notuð voru við árásina svo sem steypurstyrktajárn, rörbútar, slaghamrar og gaddakylfur.

Alls urðu sjö menn fyrir árásum í Keilufelli. Miklir áverkar voru á höfði nokkurra þeirra og sumir höfðu hlotið opin beinbrot. Sjáanleg voru djúp för eftir gaddakylfur á líkama þeirra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×