Enski boltinn

Er í framtíðarstarfi hjá Derby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Jewell, knattspyrnustjóri Derby.
Paul Jewell, knattspyrnustjóri Derby. Nordic Photos / Getty Images

Paul Jewell óttast ekki um starf sitt sem knattspyrnustjóri Derby og segir að hann sé í framtíðarstarfi hjá félaginu.

Hann hefur ekki náð að stýra Derby til sigurs í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og efast margir nú um framtíð hans hjá félaginu.

„Ég óttast ekki um starf mitt en mér líkar ekki staðan. Engir sigrar í 24 leikjum," sagði Jewell. „Sömu spurningar komu upp þegar ég stýrði bæði Wigan en Bradford en eftir smá tíma náði ég fótfestu með liðnu og fór með þau bæði upp í úrvalsdeildina. Ég er mjög stoltur af þeim árangri."

„Ég hef ekki trú á því að einhver annar hefði komið hingað og bjargað liðinu frá falli. Það hefði kannski komið einn eða tveir sigurleikir en langt í frá nóg til að forða liðinu frá falli."

„Liðið var dæmt til að falla strax frá upphafi tímabilsins. Ef þú spyrð Billy Davis mun hann líklega segja það sama," sagði Jewell en hann tók við Davis á miðju tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×