Erlent

Boris Johnson næsti borgarstjóri Lundúna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/BBC

Ljóst varð rétt í þessu að Boris Johnson verður næsti borgarstjóri Lundúna. Tryggðu 1.168.738 atkvæði honum sigur gegn 1.028.966 atkvæðum Ken Livingstones sem gegnt hefur embættinu í átta ár.

Johnson þakkaði fjölskyldu sinni og flokkssystkinum aðstoðina í „maraþonkosningum" eins og hann orðaði það. Einnig þakkaði hann Livingstone sem hann sagði eiga skilið þakkir og aðdáun milljóna Lundúnabúa, einkum eftir framgönguna í kjölfar sprengjuárásanna á London 7. júlí 2005.

BBC greindi frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×