Fótbolti

Danmörk og Pólland gerðu jafntefli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nazarenko skoraði sigurmark Úkraínu gegn Svíþjóð.
Nazarenko skoraði sigurmark Úkraínu gegn Svíþjóð.

Nú er innan við vika þar til Evrópumótið hefst. Landsliðin eru að undirbúa sig á fullu og fjöldi æfingaleikja fóru fram um helgina. Pólland og Danmörk gerðu jafntefli 1-1 í dag.

Danir eru ekki með á Evrópumótinu að þessu sinni en Pólverjar leika í riðli með Króatíu, Þýskalandi og Austurríki. Danir komust yfir í leiknum í dag en Pólland jafnaði, bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Svíþjóð tapaði 0-1 fyrir Úkraínu í dag. Svíar verða í riðli með Grikkjum, Rússum og Spánverjum á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×