Cristiano Ronaldo getur ekki spilað með Manchester United fyrr um miðjan nóvember. Áður höfðu forráðamenn ensku meistaranna búist við að kappinn yrði búinn að jafna sig á ökklameiðslum í byrjun október.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því að hans besti maður verði ekki með næstu tólf vikurnar.
„Hann þarf tíma til að jafna sig. Hann er byrjaður að skokka en við vissum alltaf að þetta tæki tíma," segir Ferguson við The Sun.