Innlent

Ríkisstjórnin laug að þjóðinni

Forystumenn ríkisstjórnarinnar. Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar. Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Ríkisstjórnarflokkarnir tala út og suður í fjölmörgum málum, að mati Ögmundar Jónassonar þingflokksformanns Vinstri grænna. Bæði á milli stjórnarflokkanna og innan þeirra en Ögmundur segir að flokkarnir séu sameinaðir í einu og það sé að segja þjóðinni ósátt.

Ögmundur gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir fyrirhugað samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og hversu takmarkaðar upplýsingar Alþingi hafi fengið um samkomulagið.

,,Þau sögðu okkar að þau hefðu ekki gefið Alþjóðagjaldeyrissjóðnum neinar skuldbindingar en nú er að koma á daginn að svo var gert. Þetta eru ósannindi sem er fallegt orð á íslensku yfir lygar og þegar logið er að þjóðinni er það svo alvarlegur hlutur að ríkisstjórn sem er sökuð um slíkt þarf að afsanna það eða fara frá," segir Ögmundur.

Vinnubrögðin eru ótrúlega ósvífin og þjóðinni og lýðræðinu er sýnd mikil vanvirðing, að mati Ögmundar.

,,Þau segja blákalt að við munum segja ykkur hverju við erum að lofa Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í næstu viku þegar við erum búin að senda þeim þetta. Bíddu bíddu, þarf ekki að ræða þetta við okkur í þinginu? Þarf ekki að ræða þetta við þjóðina?"














Fleiri fréttir

Sjá meira


×