Innlent

Vilja auknar veiðar úr norsk-íslenska stofninum

Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til að veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum verði auknar um átta prósent frá síðasta ári í ljósi þess að stofninn hefur ekki verið stærri síðan fyrir hrun hans á sjöunda áratug síðustu aldar.

Samkvæmt þessu eykst kvóti Íslendinga um 18 þúsund tonn og verður 238 þúsund tonn. Veiðar eru ný hafnar hér við land og búið að landa fyrstu förmunum, og eins og í fyrra fékkst aflinn á Breiðafirði. Þar eru nú þrjú síldveiðiskip og bíða birtingar, en síldin veiðist ekki nema á daginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×