Innlent

Samfylkingarmenn fara yfir atburði liðinna vikna

Flokksmönnum Samfylkingarinnar hefur verið boðið á fund á Grand-hótel á sunnudaginn klukkan 15 þar sem ráðherrar flokksins munu ræða um þau miklu tíðindi sem orðið hafa í fjármálakerfi landsins með tilheyrandi afleiðingum fyrir heimilin í landinu.

Fram kemur í tilkynningu frá flokknum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, muni setja fundinn með stuttu ávarpi. Í kjölfarið munu Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fara yfir stöðuna, aðgerðir ríkisstjórnarinnar og atburði síðustu vikna. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar stýrir fundinum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×