Innlent

Vörubílstjórar á barmi gjaldþrots

Sturla Jónsson, vöruflutningabílstjóri og mótmælandi.
Sturla Jónsson, vöruflutningabílstjóri og mótmælandi.

Vöruflutningabílstjórar voru á meðal þeirra 1000 til 1500 Íslendinga sem mótmæltu á Austurvelli í dag. Fjórum vörubílum var lagt fyrir framan Alþingishúsið á meðan mótmælin stóðu sem hæst.

„Við erum allir gjaldþrota menn hérna, þannig að við höfum ekkert annað að gera en að reyna að krefjast einhvers," segir Sturla Jónsson sem vakti athygli fyrir framgöngu sína í mótmælum vöruflutningabílstjóra í vor. „Það sem maður er búinn að vera að reyna að byggja upp hérna upp síðustu árin, að það er verið að taka það allt af manni," segir Sturla. Sturla er svartsýnn á atvinnuhorfur í landinu og telur að um 30-40 þúsund manns verði atvinnulausir um áramót.

Sturla segir að þrátt fyrir að opinberar tölur geri ráð fyrir að atvinnuleysi geti farið upp í 13-14 þúsund manns um áramótin óttist hann að staðreyndin kunni að verða sú að það verði á bilinu 30 til 40 þúsund manns sem verði atvinnulaus um áramótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×