Innlent

Bankaleynd í dag en ekki um daginn

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson.

,,Sú reiði sem kraumar í þjóðfélaginu og hægt er að beina í ýmsar áttir af áróðursmaskínum er ekki síst kraumandi vegna þess að það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, í ræðu á fundi Viðskiptaráðs 18. nóvember. Á fundinum  gagnrýndi hann bankaleynd en í morgun bar hann hana fyrir sig.

Davíð neitaði að upplýsa viðskiptanefnd Alþingis á fundi hennar í morgun hvað hann átti við með ummælum sínum sem hann lét falla á fundi Viðskiptaráðs um að hann hefði vitneskju um hvað hefði ráðið afstöðu breskra yfirvalda þegar hryðuverkalögum var beitt gegn Íslandi. Davíð bar fyrir sig bankaleynd sem hann sagði að kæmi í veg fyrir að hann gæfi upp þessar upplýsingar.

Davíð sagði á fundi Viðskiptaráðs að niðurfelling forráðamanna Kaupþings á ábyrgðum sínum og annarra hefði legið fyrir vikum saman án þess að nokkuð væri um það upplýst. ,,Ábendingar sem bárust um að kalla til lögreglu strax í upphafi hafa ekki fengið brautargengi. Eru menn að bera fyrir sig bankaleynd í þessu sambandi? Bankaleynd á ekki lengur við hvað þessi atriði varðar," sagði Davíð.




Tengdar fréttir

Davíð ber fyrir sig bankaleynd

Davíð Oddssson, seðlabankastjóri, neitaði að upplýsa viðskiptanefnd Alþingis á fundi hennar í morgun hvað hann átti við með ummælum sínum sem hann lét falla á fundi Viðskiptaráðs 18. nóvember um að hann hefði vitneskju um hvað hefði ráðið afstöðu breskra yfirvalda þegar hryðuverkalögum var beitt gegn Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×