,,Við látum ekki kúga okkur" 22. nóvember 2008 15:36 Mótmælafundur fer nú fram á Austurvelli sjöunda laugardaginn í röð. Fólk var tekið að streyma að nú laust fyrir klukkan þrjú og Austurvöllur orðinn nokkuð þéttur. Bein útsending frá mótmælafundinum hófst á Vísi og í opinberi dagskrá Stöðvar 2 klukkan þrjú. Skilti hafa verið sett á þinghúsið og það boðið til sölu. Ræðumenn dagsins eru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, Katrín Oddsdóttir laganemi og Gerður Pálma atvinnurekandi í Hollandi. Hörður Torfason, tónlistarmaður og fundarstjóri, mótmælafundarins boðaði til fjöldamótmæla á Arnarhóli 1. desember klukkan 15 í tilefni þess að 90 ár verða þá liðin frá fullveldi Íslands. Hörður hvatti fólk til að leggja niður vinnu og mæta á Arnarhól. Katrín sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hafi brotið mannréttindi Íslendinga þegar fjármálaráðherra og seðlabankastjóri skrifuðu undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Katrín fullyrti að sjóðurinn hugsi fyrst og fremst um að komast yfir auðlindir þjóða sem leita á náðir hans. Katrín sagði að Íslendingar eigi rétt á að leita til hlutlausra aðila til að úrskurða um skuldir sem landsmenn hafi ekki stofnað sjálfir til heldur hópur 30 manna. ,,Geir lét kúga sig," sagði Katrín. ,,Við Íslendingar látum ekki svipta okkur mannréttindum." ,,Þú bannar okkur ekki að kjósa Geir Hilmar og það gerir þú ekki heldur Ingibjörg sólrún," sagði Katrín og krafðist kosninga. Katrín sagði að það væri stríðsyfirlýsing gagnvart íslensku þjóðinni að forsætisráðherra hefði ráðið norskan hernaðarráðgjafa til að stjórna fjölmiðlumfjöllun stjórnvalda. Katrín rifjaði upp kosningaslagorð Sjálfstæðisflokksins frá því í aðdraganda þingkosninganna 2007. ,,Þegar á öllu er á botninn er á hvolft er það traust efnahagsstjórnr sem er stærsta velferðarmálið." Stærsta og mikilvægasta velferðarmálið þessa stundina að mati Katrínar er að þeim frá sem klúðruðu efnahagsstjórninni og endurreisa ný gildi. ,,Er það skrýtið að fólk vilji fara frá landi sem er stjórnað að fólki sem ekkert kann? Ekki einu sinni að skammast sín?" spurði Katrín. Ríkisstjórnin þarf að víkja, að mati Katrínar. Forseti landsins þarf að mynda utanþingsstjórn með sérfræðinga innanborðs áður en gengið sé til kosninga. Katrín sagði að friðsamleg mótmæli henti á friðartíumum en hér hafi verið gerð árás. Hún sagði að ríkisstjórnin hafi viku til að boða til kosninga annars verði þeir sem beri ábyrgð á efnahagshruninu bornir út. Íslendingar láti ekki sefa sig og þeir gleymi ekki. ,,Góðir Íslendingar. Við látum ekki kúga okkur," hrópaði Katrín að lokum. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mótmælafundur fer nú fram á Austurvelli sjöunda laugardaginn í röð. Fólk var tekið að streyma að nú laust fyrir klukkan þrjú og Austurvöllur orðinn nokkuð þéttur. Bein útsending frá mótmælafundinum hófst á Vísi og í opinberi dagskrá Stöðvar 2 klukkan þrjú. Skilti hafa verið sett á þinghúsið og það boðið til sölu. Ræðumenn dagsins eru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, Katrín Oddsdóttir laganemi og Gerður Pálma atvinnurekandi í Hollandi. Hörður Torfason, tónlistarmaður og fundarstjóri, mótmælafundarins boðaði til fjöldamótmæla á Arnarhóli 1. desember klukkan 15 í tilefni þess að 90 ár verða þá liðin frá fullveldi Íslands. Hörður hvatti fólk til að leggja niður vinnu og mæta á Arnarhól. Katrín sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hafi brotið mannréttindi Íslendinga þegar fjármálaráðherra og seðlabankastjóri skrifuðu undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Katrín fullyrti að sjóðurinn hugsi fyrst og fremst um að komast yfir auðlindir þjóða sem leita á náðir hans. Katrín sagði að Íslendingar eigi rétt á að leita til hlutlausra aðila til að úrskurða um skuldir sem landsmenn hafi ekki stofnað sjálfir til heldur hópur 30 manna. ,,Geir lét kúga sig," sagði Katrín. ,,Við Íslendingar látum ekki svipta okkur mannréttindum." ,,Þú bannar okkur ekki að kjósa Geir Hilmar og það gerir þú ekki heldur Ingibjörg sólrún," sagði Katrín og krafðist kosninga. Katrín sagði að það væri stríðsyfirlýsing gagnvart íslensku þjóðinni að forsætisráðherra hefði ráðið norskan hernaðarráðgjafa til að stjórna fjölmiðlumfjöllun stjórnvalda. Katrín rifjaði upp kosningaslagorð Sjálfstæðisflokksins frá því í aðdraganda þingkosninganna 2007. ,,Þegar á öllu er á botninn er á hvolft er það traust efnahagsstjórnr sem er stærsta velferðarmálið." Stærsta og mikilvægasta velferðarmálið þessa stundina að mati Katrínar er að þeim frá sem klúðruðu efnahagsstjórninni og endurreisa ný gildi. ,,Er það skrýtið að fólk vilji fara frá landi sem er stjórnað að fólki sem ekkert kann? Ekki einu sinni að skammast sín?" spurði Katrín. Ríkisstjórnin þarf að víkja, að mati Katrínar. Forseti landsins þarf að mynda utanþingsstjórn með sérfræðinga innanborðs áður en gengið sé til kosninga. Katrín sagði að friðsamleg mótmæli henti á friðartíumum en hér hafi verið gerð árás. Hún sagði að ríkisstjórnin hafi viku til að boða til kosninga annars verði þeir sem beri ábyrgð á efnahagshruninu bornir út. Íslendingar láti ekki sefa sig og þeir gleymi ekki. ,,Góðir Íslendingar. Við látum ekki kúga okkur," hrópaði Katrín að lokum.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent