Enski boltinn

Ferguson gagnrýnir dómara

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United er mjög ósáttur við að rauða spjaldið sem John Terry fékk í leik gegn Manchester City um daginn hafi verið þurrkað út í gær. Það þýðir að Terry verður löglegur með Chelsea gegn United um næstu helgi.

Ferguson sakar Keith Hackett, yfirmann dómaranefndarinnar á Englandi, um að hafa beitt áhrifum sínum á dómara leiksins Mark Halsey sem vísaði Terry af velli.

"Ég hef heyrt að Hackett hafi sagt Halsey að draga spjaldið til baka, en Halsey hafi neitað því - þess vegna sé hann að dæma í fjórðu deildinni um helgina. Ég get ekki skilið hvernig svona getur gerst. Hackett hefði ekki gert þetta ef hér hefði verið að um að ræða leikmann Manchester United," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×